Sakfelldir fyrir morðið á Nemtsov

Zaur Dadajev skaut Boris Nemtsov til bana í Moskvu fyrir …
Zaur Dadajev skaut Boris Nemtsov til bana í Moskvu fyrir tveimur árum. AFP

Rúss­nesk­ur dóm­stóll hef­ur sak­fellt fimm Tsjet­sjena sem voru sakaðir um að hafa orðið stjórn­ar­and­stæðingn­um Bor­is Nemt­sov að bana fyr­ir tveim­ur árum.

Á meðal þeirra er Zaur Dadaj­ev sem skaut Nemt­sov, sem var aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Rúss­lands við hlið Bor­is Jelt­sín á tí­unda ára­tugn­um, til bana skammt frá Rauða torg­inu í Moskvu í 27. fe­brú­ar 2015. Nemt­sov, sem var harður and­stæður Vla­dimír Pútíns Rúss­lands­for­seta, var aðeins 55 ára gam­all.

Dadaj­ev og fjór­ir aðrir sam­verka­menn hans voru ákærðir í mál­inu sem fór fyr­ir dóm­stóla. Þeir voru sakaðir um að hafa átt að fá um 250.000 dali, sem sam­svar­ar rúm­um 25 millj­ón­um króna, fyr­ir að ráða Nemt­sov af dög­um. Þeir neituðu all­ir sök. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Ætt­ingj­ar Nemt­sov ótt­ast að sá sem fyr­ir­skipaði morðið muni aldrei finn­ast. 

Kviðdóm­ur í Moskvu sak­felldi fimm­menn­ing­ana í kjöl­far rétt­ar­halda sem stóðu yfir í átta mánuði. 

Dadaj­ev er fyrr­ver­andi liðsmaður sér­sveit­ar tsjet­sjenska hers­ins. Hinir sem voru sak­felld­ir eru bræðurn­ir Anzor og Shagid Guba­sj­ev, Ramz­an Bak­haj­ev and Tamerl­an Eskerk­hanov. Sjötti maður­inn sem var hand­tek­inn í tengsl­um við málið, Besl­an Shabanov, lést eft­ir að hafa verið hand­tek­inn í Tsjet­sjn­íu.

Nemt­sov lést er hann var að vinna að gerð skýrslu þar sem meint þátt­taka Rússa í stríðsátök­un­um í Rússlandi var til rann­sókn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert