Donald Trump, forseti Bandaríkjanna kallaði í dag þáttastjórnandann Joe Scarborough „sturlaðan“ og samstarfskonu hans Mika Brzezinski „heimska eins og stein“ (e. dumb as rock) á Twitter. Trump hefur verið iðinn við að nýta sér Twitter til þess að harðlega gagnrýna fjölmiðla eins og CNN, NBC og MSNBC.
Brzezinski og Scarborough stjórna þættinum „Morning Joe“ á stöðinni MSNBC sem að sögn AFP hallast til vinstri. Trump gagnrýndi þáttinn harðlega á Twitter á fimmtudaginn eftir að Brzezinski lét að því liggja að forsetinn gengi ekki heill til skógar. Forsetinn reiddist og kallaði stjórnendurnar „brjálaða“ og „geðsjúka“.
Í dag hélt hann áfram og skrifaði á Twitter:
„Hinn sturlaði Joe Scarborough og hin heimska Mika eru ekki vont fólk, en lélega þættinum þeirra er stjórnað af yfirmönnum þeirra hjá NBC. Ekki gott!“
Crazy Joe Scarborough and dumb as a rock Mika are not bad people, but their low rated show is dominated by their NBC bosses. Too bad!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 1, 2017
Ummæli Trump á fimmudaginn vöktu mikla gagnrýni og reiði, m.a. frá Repúblikönum.
Þá brugðust Scarborough og Brzexinski við með því að birta grein í Washington Post með fyrirsögninni „Donald Trump er ekki í lagi“ eða „Donald Trump is not well“ þar sem því var m.a. velt upp hvort að forsetinn væri hæfur í starfi.