Rændu tugum kvenna

mbl.is

Víga­menn hryðju­verka­sam­tak­anna Boko Haram rændu 37 kon­um og skáru níu manns á háls í þorpi í suðaust­ur­hluta Níg­er.

Árás­in átti sér stað á sunnu­dag skammt frá landa­mær­un­um að Níg­er­íu, að því er rík­is­stjóri í Diffa í Níg­er, Laouali Mahama­ne Dan Dano, sagði í viðtali við níg­er­íska sjón­varps­stöð.

Örygg­is­sveit­ir níg­er­ísku lög­regl­unna hafa hafið leit að kon­un­um. Rík­is­stjór­inn seg­ir að þorpið hafi verið sér­valið til voðaverk­anna þar sem íbú­ar þar hafi lengi veitt víga­mönn­un­um mót­spyrnu.

Hann seg­ir að árás­ar­menn­irn­ir hafi komið fót­gang­andi á vett­vang. Árás­in var fram­in að kvöldi til. 

Diffa-ríki í Níg­er hef­ur orðið mjög illa úti í árás­um Boko Haram. Marg­ir hafa lagt á flótta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert