Segja Katar ekki skilja alvarleika málsins

Adel bin Ahmed al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu og Abdullah bin Zayed …
Adel bin Ahmed al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu og Abdullah bin Zayed Al-Nahyan, utanríkisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna. AFP

Refsiaðgerðum grannríkja gegn Katar verðum haldið áfram eftir að Katar lýsti því yfir í morgun að kröfur ríkjanna væru óraunhæfar. Katar er sakað um að ógna friði á Arabíuskaganum með því að styðja við bakið á hryðju­verka­sam­tök­um.

Utanríkisráðherrar Sádi-Ar­ab­íu, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna, Barein og Egypta­lands hittust á fundi í dag þar sem þeir lýstu yfir vonbrigðum með viðbrögð ráðmanna í Katar.

Rík­in ákváðu að slíta tengsl­um við Kat­ar í byrj­un síðasta mánaðar og settu viðskiptaþving­an­ir á landið. Í kjöl­farið sendu rík­in stjórn­völd­um í Kat­ar lista með þrett­án kröf­um sem ríkið þyrfti að upp­fylla svo tengsl­um yrði aft­ur komið á.

Þau saka stjórnvöld í Doha um að styðja við bakið á hryðjuverkasamtökum, þar á meðal Bræðralagi múslima og Ham­as, og vilja sjá róttækar breytingar gerðar. 

Utanríkisráðherrarnir segja að Katar „skilji ekki alvarleika málsins.“ Utanríkisráðherra Sádi-Ar­ab­íu sagði að gripið yrði til frekari aðgerða þegar rétti tíminn gæfist.

„Við gerum þetta ekki af því að við viljum skaða Katar, við gerum þetta til að hjálpa Katar,“ sagði Adel bin Ahmed al-Jubeir, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.

Sheik Mohammed bin Abdulrahman al-Thani, utanríkisráðherra Katar, sagði refsiaðgerðirnar sem beitt væri lýstu yfirgangi og væru móðgandi.

„Lausnin er ekki refsiaðgerðir og úrslitakostir, heldur samtal og rökræður,“ sagði al-Thani.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert