Fjöldi lögregluþjóna særðir eftir átök

Lögregla beitti vatnsdælum gegn mótmælendum.
Lögregla beitti vatnsdælum gegn mótmælendum. AFP

Í það minnsta 76 lögregluþjónar særðust þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Hamborg í kvöld. Leiðtogar G20-ríkjanna funda þar um helgina.

„Það er enn verið að ráðast á lögregluna,“ sagði talsmaður lögreglunnar í Hamborg. Talsmaðurinn bætti við að flest meiðsli lögregluþjónanna væru minni háttar.

Lögregla beitti vatnsdælum og táragasi til að hemja mótmælendur sem fleygðu stein­um, skoteld­um og flösk­um í lög­regl­una.

Frá mótmælum í Hamborg.
Frá mótmælum í Hamborg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka