Skipulögð mótmæli í Hamborg, þar sem saman hafa komið í kringum 12 þúsund manns, hafa nú verið slegin af eftir að í brýnu sló á milli lögreglu og um þúsund manna hóps harðkjarna vinstrimanna.
Þýska lögreglan greinir frá því á Twitter að skipuleggjendur mótmælanna hafi aflýst þeim. Lögreglan hefur verið mjög virk að tjá sig um aðstæður á Twitter en sjá má eina af fjölmörgum færslum hennar hér að neðan.
Erneuter Hinweis: Wir bitten Unbeteiligte, sich vom Geschehen fernzuhalten.#G20HAM17 pic.twitter.com/0uIiewVUyO
— Polizei Hamburg (@PolizeiHamburg) July 6, 2017