Ivanka tók sæti föður síns á G20-fundi

Forseti þurfti að fara frá fundinum, sem fer fram í …
Forseti þurfti að fara frá fundinum, sem fer fram í Ham­borg í Þýskalandi, til að hitta leiðtoga Indónesíu. Ivanka Trump, dóttir hans, tók við sæti á fundinum í hans stað. Ljósmynd/AFP

Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, tók sæti föður síns um stund á leiðtogafundi G20-ríkjanna í dag. Þetta hefur vakið mikla athygli enda harla óvenjulegt og hefur verið gagnrýnt.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varð að hverfa frá um stund til að funda með leiðtoga Indónesíu. Ivanka Trump tók sæti á fundinum í hans stað. Hún er opinberlega titluð sem ráðgjafi forsetans en áður hefur tíðkast að í fjarveru leiðtoga taki við háttsettari fulltrúi ríkisins.

Forsetinn sneri aftur stuttu síðar og tók sæti sitt á ný milli breska forsætisráðherrans og forseta Kína. Ivanka virtist ekki leggja mikið til málanna á fundinum, sem fjallaði um afar mikilvæg málefni í tengslum við afrískan búferlaflutning og heilbrigðismál.

Með feðginunum sóttu fundinn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Christine …
Með feðginunum sóttu fundinn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Christine Lagarde, formaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Konurnar þrjár hafa áður verið í pallborði saman á G20-leiðtogafundi kvenna í apríl. AFP


Eftir að ljósmynd af atvikinu var dreift á Twitter hefur hún sætt mikilli gagnrýni víða á samfélagsmiðlum. Þá bentu margir á að hún væri ókjörin og settu spurningarmerki við hæfni hennar til að sitja fundinn, en hún starfar sem eigandi fatamerkis. 
Aðrir hæddust að því að hún birtist á einum helsta leiðtogafundi heims, tveimur vikum eftir að hafa fullyrt að „hún vilji ekkert með stjórnmál hafa“.

Trump slóst í för með föður sínum á annan viðburð G20 síðasta laugardag. Fjallaði sá viðburður um frumkvöðlastarfsemi og fjármál kvenna. Með feðginunum sóttu fundinn Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Christine Lagarde, formaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Konurnar þrjár hafa áður verið í pallborði saman á G20-leiðtogafundi kvenna í apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka