Leiðtogarnir gáfu eftir gagnvart Trump

Trump á fundi G20-ríkjanna í Hamborg í dag.
Trump á fundi G20-ríkjanna í Hamborg í dag. AFP

Leiðtogar ríkja á G20-fundinum, sem lauk í Hamborg fyrr í dag, gáfu eftir í viðskipta- og loftslagsmálum gagnvart Donald Trump Bandaríkjaforseta til þess að reyna að viðhalda brothættu bandalagi þessara tuttugu mestu iðnríkja heims.

Í stað hefðbundinnar yfirlýsingar að loknum slíkum fundum, þar sem farið er yfir sameiginlegar áherslur og samhljóða álit ríkjanna í málum á borð við baráttu gegn hryðjuverkum og fjármálastjórnun, sýnir yfirlýsing þessa fundar fram á sundrungu í hópi ríkjanna.

Er þar meðal annars viðurkennd sú ákvörðun Trump að taka Bandaríkin út úr loftslagssáttmálanum sem samþykktur var í París árið 2015. Þá er í yfirlýsingunni í fyrsta sinn kveðið á um rétt ríkja til að verja innri markaði sína með „lögmætum viðskiptavarnartólum“, en orðalagið þykir gefa Trump rými til að halda ótrauður áfram með stefnu sína um „Bandaríkin fyrst“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka