Macron tróð sér leið að Trump – Myndskeið

Macron virðist ekki lítið sáttur við ákvörðunina.
Macron virðist ekki lítið sáttur við ákvörðunina. AFP

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, yfirgaf þá stöðu sem honum var ætlað að hafa á hópmynd af leiðtogum G20-ríkjanna í lok fundar þeirra í gær. Stakk hann sér niður í gegnum þvöguna að því er virðist til að geta staðið við hlið Donald Trumps Bandaríkjaforseta.

Sjá má hvar Angela Merkel Þýskalandskanslari slær létt á öxl Macrons til að reyna að stöðva för hans, en Macron virðist ákveðinn í þessum leiðangri sínum.

Smokraði hann sér þannig meðal annars fram hjá Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, og Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, áður en hann kyssti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs. Endaði hann leið sína við hlið Trumps og stóð um leið nokkuð út úr hópnum, en virtist ekki láta það á sig fá. Breska dagblaðið Telegraph birtir eftirfarandi myndband af atvikinu:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka