Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, var fundinn sekur um spillingu í starfi. Hann var dæmdur til níu og hálfs árs fangelsisvistar fyrir brasilískum dómstólum í dag. Hann á yfir höfði sér fimm önnur dómsmál sem einnig tengjast spillingu í starfi og mútuþægni. BBC greinir frá.
Hann neitar alfarið sök og segir réttarhöldin vera pólitískar ofsóknir gegn sér. Hins vegar er Silva frjáls ferða sinna þar sem hann hyggst áfrýja dómnum. Hann neitar alfarið að hafa þegið húsnæði sem mútur fyrir að liðka fyrir samningum ríkisins við olíufyrirtækið OAS þegar hann gegndi embætti forseta landsins.
Hann sat á valdastóli í átta ár eða til ársins 2011. Hann hefur ýjað að því að hann muni gefa kost á sér að nýju í komandi kosningum á næsta ári. Hann hyggst bjóða sig fram fyrir Verkamannaflokkinn.