20 ára fangelsisdómur fyrir morð

Zaur Dadayev hlaut 20 ára fangelsisdóm fyrir morðið, hinir fjórir …
Zaur Dadayev hlaut 20 ára fangelsisdóm fyrir morðið, hinir fjórir hlutu 11 og 19 ára fangelsisdóma. AFP

Zaur Dadayev, tsjet­sjensk­ur karl­maður sem var sak­felld­ur fyr­ir að hafa orðið stjórn­ar­and­stæðingn­um Bor­is Nemt­sov að bana fyr­ir tveim­ur árum, hlaut 20 ára fang­els­is­dóm. Hinir fjór­ir sam­verka­menn hans sem einnig voru sak­felld­ir fyr­ir sama morð hlutu 11 til 19 ára fang­els­is­dóm. Dóm­ur­inn var kveðinn upp í Moskvu í dag. BBC grein­ir frá.  

Fjöl­skylda Bor­is Nemt­sov ótt­ast hins veg­ar að sá sem fyr­ir­skipaði morðið muni aldrei nást. Hún seg­ir að þangað til verði málið opið. Lög­menn fjöl­skyld­unn­ar telja að valda­mikl­ir ein­stak­ling­ar frá Tsjet­sjen­íu sem eru hliðholl­ir Pútín standi á bak við morðið á Nemt­sov. 

Zaur Dadaj­ev skaut Nemt­sov, sem var aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Rúss­lands við hlið Bor­is Jelt­sín á tí­unda ára­tugn­um, til bana skammt frá Rauða torg­inu í Moskvu 27. fe­brú­ar 2015. Nemt­sov, sem var harður and­stæður Vla­dimír Pútíns Rúss­lands­for­seta, var aðeins 55 ára gam­all.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert