20 ára fangelsisdómur fyrir morð

Zaur Dadayev hlaut 20 ára fangelsisdóm fyrir morðið, hinir fjórir …
Zaur Dadayev hlaut 20 ára fangelsisdóm fyrir morðið, hinir fjórir hlutu 11 og 19 ára fangelsisdóma. AFP

Zaur Dadayev, tsjetsjenskur karlmaður sem var sakfelldur fyrir að hafa orðið stjórn­ar­and­stæðingn­um Bor­is Nemt­sov að bana fyr­ir tveim­ur árum, hlaut 20 ára fangelsisdóm. Hinir fjórir samverkamenn hans sem einnig voru sakfelldir fyrir sama morð hlutu 11 til 19 ára fangelsisdóm. Dómurinn var kveðinn upp í Moskvu í dag. BBC greinir frá.  

Fjölskylda Bor­is Nemt­sov óttast hins vegar að sá sem fyrirskipaði morðið muni aldrei nást. Hún segir að þangað til verði málið opið. Lögmenn fjölskyldunnar telja að valdamiklir einstaklingar frá Tsjetsjeníu sem eru hliðhollir Pútín standi á bak við morðið á Nemtsov. 

Zaur Dadaj­ev skaut Nemt­sov, sem var aðstoðarfor­sæt­is­ráðherra Rúss­lands við hlið Bor­is Jelt­sín á tí­unda ára­tugn­um, til bana skammt frá Rauða torg­inu í Moskvu 27. fe­brú­ar 2015. Nemt­sov, sem var harður and­stæður Vla­dimír Pútíns Rúss­lands­for­seta, var aðeins 55 ára gam­all.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert