Handtóku leiðtoga skæruliða

Hermaður stendur vörð við kókaakra í Kólumbíu.
Hermaður stendur vörð við kókaakra í Kólumbíu. AFP

Kólumbísk yfirvöld hafa handsamað leiðtoga þjóðfrelsishersins ELN sem eru önnur stærstu samtök upp­reisn­ar­manna í Kól­umb­íu. Í desember náðist sögu­legt sam­komu­lag kól­umb­ískra stjórn­valda og skæru­liðasam­tak­anna FARC, sem hafa stýrt kóka­rækt­un landsins og hagnast gríðarlega, þegar kól­umb­íska þingið samþykkt friðarsamn­ing sem stjórn­völd gerðu við skæru­liðasam­tök­in FARC um að binda endi á fimm ára­tuga átök sem hafa kostað 260.000 manns lífið.

Handtaka leiðtoga ELN er liður í friðarsamkomulaginu sem var gert við FARC. 

Leiðtoginn, sem er betur þekktur undir nafninu Mateo, hefur starfað með ELN síðustu 12 ár. Hann var ákærður meðal annars fyrir tilraun til manndráps, ólöglega vopnaeigu og að flýja undan réttvísinni. 

Þjóðfrelsisherinn ELN er sagður hafa um 1.500 liðsmenn í sínum röðum á meðan FARC hefur tíu þúsund. 

Samkvæmt heimildarmanni AFP-fréttaveitunnar sem er talsmaður uppreisnarmanna í friðarviðræðum styttist í að samkomulagið milli yfirvalda og uppreisnarmanna gangi í gildi. 

Samkvæmt samkomulaginu yf­ir­gefa þúsund­ir FARC-liða búðir sín­ar í skóg­um lands­ins og leggja niður vopn. Þá munu sam­tök­in stofna stjórn­mála­flokk í staðinn. Her­inn ætl­ar að færa sig inn á þau svæði sem FARC hef­ur haldið til að koma í veg fyr­ir að fíkni­efna­gengi sölsi þau und­ir sig.

Í síðustu viku samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að aðstoða Kólumbíu við að koma friðarsamkomulaginu í framkvæmd.

Juan Manuel Santos, forseti landsins, hlaut í fyrra friðarverðlaun Nóbels fyrir að ná sögulegum sáttum stjórnvalda við skæruliða FARC.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert