McCain með heilaæxli

Öldungadeildaþingmaðurinn John McCain greindist með heilaæxli í árlegri læknisskoðun.
Öldungadeildaþingmaðurinn John McCain greindist með heilaæxli í árlegri læknisskoðun. AFP

Öld­unga­deildaþingmaður­inn John McCain hef­ur verið greind­ur með æxli í heila og hef­ur nú hafið krabba­meinsmeðferð. Æxlið fannst við ár­lega lækn­is­skoðun og gekkst McCain und­ir skurðaðgerð fyr­ir helgi þar sem blóðtappi ofan við vinstra auga hans var fjar­lægður. Rann­sókn leiddi síðan í ljós að hann er með heila­æxli á frum­stigi, sem þó vex hratt.

BBC hef­ur eft­ir lækni McCain að hann sé nú að jafna sig á aðgerðinni og sé ásamt fjöl­skyldu sinni að íhuga næstu skref, en vera kunni að hann fari í bæði lyfja- og geislameðferð til að vinna á mein­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert