„Tíminn læknar ekki öll sár“

Norðmenn minnast 22. júlí 2011 með minningarsamkomum í Ósló og …
Norðmenn minnast 22. júlí 2011 með minningarsamkomum í Ósló og Útey, dagsins sem aldrei má gleymast, eins og Erna Solberg orðaði það í ávarpi í morgun. AFP

Í dag staldra Norðmenn við og líta til baka til sól­ríks föstu­dags sum­arið 2011 sem á aldrei eft­ir að líða þeim úr minni, dags sem er jafn­vel hörmu­legri og óskilj­an­legri í þjóðar­vit­und­inni en hin óvænta og lengi vel ófyr­ir­gef­an­lega inn­rás Þjóðverja í apríl 1940, dags­ins þegar einn af lands­ins eig­in son­um greip til vopna gegn þjóð sinni með rök­stuðningi sem skandi­nav­ísk lýðræðisþjóð mun aldrei skilja.

„Þetta er dag­ur fórn­ar­lambanna, dag­ur þeirra sem misstu ást­vini sína og síðast en ekki síst dag­ur þeirra sem komu til hjálp­ar á ög­ur­stundu,“ sagði Erna Sol­berg for­sæt­is­ráðherra í stuttu og lát­lausu ávarpi sínu þegar Ósló­ar­bú­ar komu sam­an fyr­ir fram­an stjórn­ar­ráðsbygg­ingu sína klukk­an tíu í morg­un og minnt­ust þeirra 77 sem lét­ust 22. júlí 2011, þar af átta manns í miðborg Ósló­ar.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.
Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs. AFP

Föðmumst ör­lítið fast­ar

„Tím­inn lækn­ar ekki öll sár,“ sagði Sol­berg og lagði mikla áherslu á að fórn­ar­lömb And­ers Behring Brei­vik mættu aldrei gleym­ast, sorg aðstand­enda þeirra og ást­vina væri svo þung og svo óbæri­leg að hana ætt­um við hin, sem vor­um óhult þenn­an dag, sem vor­um svo hepp­in að vera ekki á röng­um stað, á röng­um tíma, seint eft­ir að skilja. Lík­lega aldrei.

Mani Hus­seini, formaður ungliðahreyf­ing­ar Verka­manna­flokks­ins, flutti einnig ávarp og sagði meðal ann­ars að dag­inn í dag skyldu Norðmenn nýta til þess að líta eft­ir hver öðrum, faðmast ör­lítið fast­ar en venju­lega, bjóða öxl til að gráta við eða hönd til að halda í.

Í Útey í Tyri-firði í fylk­inu Buskerud, suðvest­ur af Ósló, verður einnig veg­leg minn­ing­ar­at­höfn síðdeg­is í dag en þar féllu flest fórn­ar­lömb Brei­vik, 69 fé­lag­ar ungliðahreyf­ing­ar Verka­manna­flokks­ins sem sóttu þar ár­lega sum­arsam­komu sína.

Þar mun Jon­as Gahr Støre, formaður flokks­ins, ávarpa viðstadda og lesa upp nöfn þeirra sem lét­ust í at­lögu Brei­vik auk þess sem hald­in verður einn­ar mín­útu þögn í minn­ingu þeirra en svo var einnig gert í Ósló í morg­un en þar var enn frem­ur boðið til lokaðs sam­sæt­is aðstand­enda þeirra sem lét­ust með for­sæt­is­ráðherra og öðrum ráðherr­um lands­ins.

Að lok­um munu Erna Sol­berg, Jon­as Gahr Støre og Mani Hus­seini leggja krans á bryggj­una í Útey klukk­an 16:45 í dag og kór­óna þar með minn­ing­ar­stund­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert