„Bókarinn í Auschwitz“ nógu hraustur til afplána dóm

Mynd/Wikipedia

Fyrrverandi meðlimur í SS-sveit nasista, þekktur sem „Bókarinn í Auschwitz“ þykir nógu heilsuhraustur til að afplána fjögurra ára dóm sem hann hlaut fyrir þátt sinn í morðunum á hundruðum þúsunda gyðinga í útrýmingarbúðunum, samkvæmt upplýsingum frá þýskum saksóknara. AFP fréttastofan greinir frá.

Oskar Gröning er 96 ára gamall, en hann var árið 2015 fundinn sekur um aðild að morðum á 300 þúsund gyðingum í útrýmingarbúðum Auschwitz og dæmdur í fjögurra ára fangelsi.

Saksóknari hefur nú hafnað beiðni hans um að fangelsisvistinni verði frestað um óákveðinn tíma, vegna aldurs hans. Groening ætlar sér þó að áfrýja ákvörðuninni á þeim forendum að óháður læknir hafi ekki skoðað hann.

Læknir ákæruvaldsins mat það hins vegar svo að hann væri nógu heilsuhraustur til að sitja í fangelsi ef hann fengi viðeigandi heilbrigðisþjónustu.

Gröning starfaði sem bókari í útrýmingarbúðunum og hélt utan um peninga og önnur verðmæti sem fjarlægð voru af þeim sem voru drepnir eða strituðu í vinnubúðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert