Ólympíumeistarinn Oscar Pistorius, sem situr í fangelsi fyrir að hafa drepið kærustu sína, hefur verið lagður inn á spítala. Hvers vegna er ekki ljóst en fréttir herma að hann hafi kvartað undan brjóstverkjum.
Pistorius, sem varð fyrsti íþróttamaðurinn til þess að keppa bæði á Ólympíuleikunum og Ólympíuleikum fatlaðra, var í fyrra dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að skjóta kærustu sína til bana á heimili þeirra.
Fangelsisyfirvöld í Suður Afríku vilja ekki gefa upp ástæðuna að baki atviksins og segja það sé „ekkert óvenjulegt“ við innlögnina. Búist er við því að hann muni dvelja á spítalanum yfir nótt er kemur fram í frétt BBC.