Forseti Rússlands, Vladimír Pútín, hefur ekkert á móti því að ímynd hans sem þróttmikilli hasarhetju sé haldið á lofti og birti rússneska ríkissjónvarpið myndir af honum í sumarleyfi í Síberíu í gærkvöldi.
Þar sést Pútín við veiðar á flugu fremur fáklæddur og við stýri hraðbát. Það er ekkert nýtt að birtar séu myndir af Pútín í sumar- eða vetrarleyfi, hvort heldur sem hann er á hestbaki, við köfun í dýpsta batni heims, Baikal-vatni.
Nýjustu myndirnar sem Kremlin hefur útvegað fjölmiðlum eru teknar í byrjun ágúst þar sem hann eyddi tveimur dögum á afskekktum slóðum Síberíu, Tuva.
Þar veiddi forsetinn fisk í fjallavatni, fór í flúðasiglingum á ám, sigldi hraðbátum, fór í fjallgöngu og á fjórhjól. Auk þess sem hann gaf sér tíma fyrir sólbað.