Kaffihús í áströlsku borginni Melbourne hefur brugðið á það ráð að láta karla greiða meira fyrir kaffibollann en konur. Verðmunurinn er svipaður og launamunir kynjanna í landinu, 18%.
Á kaffihúsinu Handsome Her eru karlar beðnir um að greiða 18% meira fyrir bollann af kaffi en launamunur kynjanna í Ástralíu er 17,7% samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum.
Eigendur kaffihússins, sem hóf starfsemi í síðustu viku, vilja með þessu beina kastljósinu að launamun kynjanna.
Belle Ngien, framkvæmdastjóri Handsome Her, segir að þau hafi viljað benda á það augljósa og vekja umræðu um launamun kynjanna.
Ein af reglum kaffihússins er að konur hafi forgang á sæti og að þau 18% sem karlar greiði aukalega fyrir kaffið muni renna til hjálparsamtaka fyrir konur sem eru í neyð.
Ekki hafa allir tekið þessum reglum fagnandi og segja að um mismunun sé að ræða en eigendurnir benda á að það sé hverjum og einum í sjálfsvald sett hvort hann komi á kaffihúsið eður ei.
https://t.co/PQUdJD3wO1
— 🍒Scarlett Dreams🍒 (@ScarlettDreams2) August 5, 2017
This makes me sick. What the hell is wrong with these stupid women. Rules for men to enter? It's like a sheba cafe👎
Check out this cafe in Australia called "Handsome Her" only hires women.
— TrumpGirl® 🏹🎣🏹 (@TrumpGirl__) August 7, 2017
What kind of bogus BS owners are this?
I'd boycott @handsome__her pic.twitter.com/m1whHuyIQh