Bill Cosby án lögfræðiteymis

Brian McMonagle (til vinstri), Bill Cosby og Angela Agrusa á …
Brian McMonagle (til vinstri), Bill Cosby og Angela Agrusa á leið úr dómsalnum. AFP

Bill Cosby þarf að ráða nýtt lögfræðiteymi eftir að annar verjandi hans dró sig út úr komandi réttarhöldum yfir grínistanum.

Angela Agrusa, sem var hluti af teyminu, hefur lagt fram beiðni um að hún verði ekki hluti af réttarhöldunum. Hún mun þó áfram starfa fyrir Cosby, sem er sakaður um kynferðisbrot. 

Áður hafði Brian McMonagle, aðalverjandi Cosby og mikilsmetinn lögfræðingur, hætt störfum í byrjun ágúst. Engar ástæður voru gefnar upp vegna brotthvarfs hans.

Bill Cosby er sakaður um kynferðisbrot.
Bill Cosby er sakaður um kynferðisbrot. AFP

Talsmaður Cosby hefur staðfest að grínistinn, sem er áttræður, hafi enga verjendur eins og staðan er núna vegna komandi réttarhalda.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að ný réttarhöld yfir Cosby skuli hefjast 6. nóvember.

Fyrri réttarhöldin voru ómerkt eftir að kviðdómendur gátu ekki komist að sameiginlegri niðurstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert