Fá að ganga aftur í skóla

106 skólastúlkum sem var rænt af vígamönnum Boko Haram í …
106 skólastúlkum sem var rænt af vígamönnum Boko Haram í Nígeríu árið 2014 munu ganga aftur í skóla í haust. AFP

106 skóla­stúlk­ur  sem rænt var af víga­mönn­um Boko Haram í bæn­um Chi­bok í apríl árið 2014 eru nú laus­ar úr haldi og munu ganga aft­ur í skóla frá og með sept­em­ber­mánuði.

Liðsmenn sam­tak­anna rændu 276 skóla­stúlk­um í apríl árið 2014 í bæn­um Chi­bok í Níg­er­íu. At­vikið vakti heims­at­hygli auk þess sem það vakti mikla reiði meðal manna. Fyrr­um for­setafrú Banda­ríkj­anna, Michelle Obama, leiddi í kjöl­farið her­ferð á sam­fé­lags­miðlum með myllu­merk­inu #Bring­Bac­kOurG­ir­ls.

Stúlk­urn­ar 106, sem að annað hvort tókst að flýja, var sleppt laus­um eða bjargað, „munu halda áfram námi í Banda­ríska Há­skól­an­um í Níg­er­íu í sept­em­ber 2017,“ sagði Aisha Al­hass­an í yf­ir­lýs­ingu.

Ein þeirra þurfti á gervi­legg að halda í kjöl­far þrekraun­ar­inn­ar og fleiri þurftu að fara í aðgerðir vegna áverka auk þess sem fjög­ur börn voru fædd í kjöl­far fanga­vist­ar­inn­ar.

Stelp­urn­ar eru all­ar við góða heilsu en hafa þurft á áfalla­hjálp að halda eft­ir að þeim var sleppt úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert