106 skólastúlkur sem rænt var af vígamönnum Boko Haram í bænum Chibok í apríl árið 2014 eru nú lausar úr haldi og munu ganga aftur í skóla frá og með septembermánuði.
Liðsmenn samtakanna rændu 276 skólastúlkum í apríl árið 2014 í bænum Chibok í Nígeríu. Atvikið vakti heimsathygli auk þess sem það vakti mikla reiði meðal manna. Fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Michelle Obama, leiddi í kjölfarið herferð á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #BringBackOurGirls.
Stúlkurnar 106, sem að annað hvort tókst að flýja, var sleppt lausum eða bjargað, „munu halda áfram námi í Bandaríska Háskólanum í Nígeríu í september 2017,“ sagði Aisha Alhassan í yfirlýsingu.
Ein þeirra þurfti á gervilegg að halda í kjölfar þrekraunarinnar og fleiri þurftu að fara í aðgerðir vegna áverka auk þess sem fjögur börn voru fædd í kjölfar fangavistarinnar.
Stelpurnar eru allar við góða heilsu en hafa þurft á áfallahjálp að halda eftir að þeim var sleppt úr haldi.