Undirbúa fleiri árásir í Evrópu

Kona ritar skilaboð gegn hryðjuverkum á Las Ramblas götunni í …
Kona ritar skilaboð gegn hryðjuverkum á Las Ramblas götunni í Barcelona í gær. AFP

Frá árinu 2003 hafa hátt í 740 manns fallið fyrir hendi hryðjuverkamanna í Evrópu. Þá hafa um 5.000 manns særst í árásum af þeim toga í álfunni.

Mannskæðasta hryðjuverkið á tímabilinu var framið á Spáni árið 2004 þegar 192 létust og yfir 1.800 særðust, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Árásirnar í Barcelona, Cambrils og Turku eru aðeins nýjustu dæmin af fjölmörgum þar sem ódæðismenn hafa lagt til atlögu gegn almennum borgurum. Í nýrri hryðjuverkaskýrslu Evrópulögreglunnar kemur fram að öryggisógnir hafi almennt farið vaxandi á síðustu árum innan ríkja Evrópusambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert