Vita ekki hvort hann er enn á Spáni

Spænska lögreglan veit ekki fyrir víst hvort hinn 22 ára gamli Younes Abouyaaqoub, sem grunaður er um að hafa ekið sendiferðabifreið á gangandi vegfarendur í Barcelona á Spáni fyrir helgi, sé enn í landinu. Þetta kemur fram í frétt AFP.

„Ef við vissum að hann væri enn á Spáni og hvar myndum við fara og handtaka hann. Við vitum ekki hvar hann er,“ sagði lögregluforinginn Josep Lluis Trapero við fjölmiðla í morgun. Hryðjuverkið kostaði 14 lífið og um 130 særðust samkvæmt nýjustu tölum.

Abouyaaqoub tilheyrði hryðjuverkahópi sem í voru 12 manns. Fimm þeirra hafa verið skotnir til bana, fjórir eru í haldi lögreglunnar og þriggja er enn leitað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert