Vísa 106 ára flóttakonu úr landi

Johannes Jansson/norden.org

Sænska Útlend­inga­stofn­un­in ætl­ar að vísa 106 ára gam­alli flótta­konu frá Af­gan­ist­an úr landi en hún rataði í frétt­ir fjöl­miðla víða um heim haustið 2015 þegar hún kom í flótta­manna­búðir í Króa­tíu ásamt syni sín­um og barna­barni.

Bibik­hal Uz­bek er elsti flóttamaður­inn sem hef­ur komið til Svíþjóðar en hún er bú­sett í Hova í Gull­spångs, seg­ir í frétt sænska rík­is­út­varps­ins. Í júní synjaði Útlend­inga­stofn­un henni og fjöl­skyld­unni um hæli í Svíþjóð þar sem þau kæmu frá ör­uggu svæði í Af­gan­ist­an. Þegar fjöl­skyld­an fékk frétt­irn­ar fékk Bibik­hal heila­blóðfall og hef­ur síðan verið meira og minna út úr heim­in­um. Hún verður 107 ára í nóv­em­ber en ekki er vitað hvort sænsk yf­ir­völd verða búin að vísa henni úr landi þá.

Mohammadullah Uz­bek, son­ur Bibihal, seg­ir að þau hafi verið svo ham­ingju­söm þegar þau komust til Svíþjóðar. Lands þar sem þau gátu sofið í þögn og ró. Ekk­ert stríð og þau þurftu ekki að ótt­ast um líf sitt. Það eina sem fjöl­skyld­an átti við kom­una var hjóla­stóll Bibik­hal sem fjöl­skyld­an fékk við kom­una til Þýska­lands árið 2015.

Son­ur henn­ar hef­ur áhyggj­ur af fram­hald­inu og hvernig verði hægt að vísa henni úr landi í því ástandi sem hún er í. Hún sjái hvorki né heyri og það eina sem hún geri sé að liggja sof­andi uppi í rúmi.

Frétt sænska sjón­varps­ins í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert