Mohammadullah Uzbek, sonur Bibihal, segir að þau hafi verið svo hamingjusöm þegar þau komust til Svíþjóðar. Lands þar sem þau gátu sofið í þögn og ró. Ekkert stríð og þau þurftu ekki að óttast um líf sitt. Það eina sem fjölskyldan átti við komuna var hjólastóll Bibikhal sem fjölskyldan fékk við komuna til Þýskalands árið 2015.
Sonur hennar hefur áhyggjur af framhaldinu og hvernig verði hægt að vísa henni úr landi í því ástandi sem hún er í. Hún sjái hvorki né heyri og það eina sem hún geri sé að liggja sofandi uppi í rúmi.