Gera kvikmynd um atburðina í Útey

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik.
Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik. AFP

Afþreyingarrisinn Netflix hefur tryggt sér réttinn til að gera kvikmynd um fjöldamorðin í Útey 22. júlí 2011. Paul Greengrass leikstýrir myndinni en meðal annarra mynda hans eru Bloo­dy Sunday og United 93. 

Fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik varð 77 að bana í Ósló og Útey fyrir sex árum.

Greengrass til aðstoðar við myndina verður norski rithöfundurinn Åsne Seierstad en hún skrifaði ræki­lega grein­ingu á And­ers Behring Brei­vik og ógn­ar­verk­um hans með bókinni Einn af okkur. Bókin kom út í fyrra.

Í bókinni reynir Seierstad að svara því hver Brevik er, maður sem „átti erfitt með að fóta sig innan ramma norsks samfélags en endaði á því að ráðast á það.“

Undirbúningur fyrir tökur er hafinn en gert er ráð fyrir því að upptökur hefjist í haust. Ekki er ljóst hvenær myndin verður frumsýnd.

„Bók Seierstad hafði mikil áhrif á mig,“ sagði Greengrass.

Frétt VG.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka