Mohamed Houli Chemlal, grunaður meðlimur í hryðjuverkahópnum sem skipulagði árásina í Barcelona í síðustu viku, viðurkenndi fyrir dómara í dag að hann og félagar hans hefðu skipulagt stærri árásir.
Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttastofunnar.
Fjórir menn, sem sakaðir eru um að tilheyra hópnum sem stóð á bak við tilræðið í Barcelona hafa komið fyrir dómara í Madríd í dag.
15 létu lífið og yfir hundrað slösuðust þegar Younes Abouyaaqoub keyrði flutningabíl inn í mannmergð á Römblunni í Barcelona á fimmtudag. Lögregla skaut Abouyaaqoub til bana í gær.