Erfingi Samsung í 5 ára fangelsi

Erfingi Samsung Group, Lee Jae-yong, við komuna í réttarsalinn í …
Erfingi Samsung Group, Lee Jae-yong, við komuna í réttarsalinn í morgun. AFP

Varastjórnarformaður Samsung-veldisins, Lee Jae-yong, var í morgun dæmdur í fimm ára fangelsi í spillingarmáli sem meðal annars leiddi til þess að forseti Suður-Kóreu var sviptur embætti. 

Saksóknarar í Suður-Kóreu kröfðust 12 ára fangelsisdóms yfir Lee Jae-yong sem er erfingi Samsung-tæknifyrirtækisins. 

Lee og fjórir aðrir yfirmenn Samsung eru sakaðir um að hafa mútað trúnaðarvinkonu Park Geun-hye, þáverandi forseta landsins, með fúlgu fjár til þess að vera í náð forsetans og auðvelda umdeildan fyrirtækjasamruna árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert