Erfingi Samsung í 5 ára fangelsi

Erfingi Samsung Group, Lee Jae-yong, við komuna í réttarsalinn í …
Erfingi Samsung Group, Lee Jae-yong, við komuna í réttarsalinn í morgun. AFP

Vara­stjórn­ar­formaður Sam­sung-veld­is­ins, Lee Jae-yong, var í morg­un dæmd­ur í fimm ára fang­elsi í spill­ing­ar­máli sem meðal ann­ars leiddi til þess að for­seti Suður-Kór­eu var svipt­ur embætti. 

Sak­sókn­ar­ar í Suður-Kór­eu kröfðust 12 ára fang­els­is­dóms yfir Lee Jae-yong sem er erf­ingi Sam­sung-tæknifyr­ir­tæk­is­ins. 

Lee og fjór­ir aðrir yf­ir­menn Sam­sung eru sakaðir um að hafa mútað trúnaðar­vin­konu Park Geun-hye, þáver­andi for­seta lands­ins, með fúlgu fjár til þess að vera í náð for­set­ans og auðvelda um­deild­an fyr­ir­tækja­samruna árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert