Tala látinna komin í 16

Fjöldi fólks kom saman í Barcelona í gær þar sem …
Fjöldi fólks kom saman í Barcelona í gær þar sem sýndur var samhugur gegn hryðjuverkum. AFP

Fjöldi látinna í hryðjuverkaárásunum í Barcelona 17. ágúst er kominn upp í 16 eftir að þýsk kona lét lífið á spítala í morgun.

„Nú í morgun lét 51 árs gömul þýsk kona lífið eftir að hafa verið í lífshættu á spítala,“ kom fram í yfirlýsingu frá yfirvöldum í Barcelona.

Um það bil 120 særðust þegar flutn­inga­bíl var ekið á gang­andi veg­far­end­ur á Römblunni í Barcelona. Síðar sama kvöld var fólksbíl ekið á vegfarendur í Cambrils. 

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert