Norskur ráðherra veldur usla í Svíþjóð

Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í Noregi.
Sylvi Listhaug, ráðherra innflytjendamála í Noregi. Wikipedia/Kjetil Ree

Tek­ist er á um ákvörðun ráðherra inn­flytj­enda­mála í Svíþjóð að vilja ekki taka á móti starfs­syst­ur sinni frá Nor­egi. Ástæðan er sú að norski ráðherr­ann, Sylvi List­haug, lít­ur á Svíþjóðar­heim­sókn­ina sem hluta af kosn­inga­bar­áttu sinni í Nor­egi. Norðmenn kjósa sér nýtt þing 11. sept­em­ber.

List­haug er þingmaður Fram­fara­flokks­ins, sam­starfs­flokks Hægri flokks­ins í nú­ver­andi rík­is­stjórn.

List­haug kom til Svíþjóðar í gær og seg­ir hún að til­gang­ur heim­sókn­ar­inn­ar sé að kynna sér hvernig staðið er að aðlög­un inn­flytj­enda í ná­granna­rík­inu. Meðal ann­ars heim­sæk­ir hún rík­is­lög­reglu­stjóra Svíþjóðar, Dan Eli­as­son, og út­hverfi Stokk­hólms, Rin­ke­by. Á síðustu stundu var henni tjáð að hætt hafi verið við fund henn­ar og Helé­ne Fritzon, ráðherra inn­flytj­enda­mála í Svíþjóð.

Fritzon seg­ir í sam­tali við Ver­d­ens Gang (VG) að und­an­farna daga hafi það orðið ljóst að heim­sókn­in sé liður í kosn­inga­bar­áttu List­haug og að ráðherr­ann hafi ætlað sér að dreifa rang­færsl­um um Svíþjóð. Til að mynda hafi hún haldið því fram í viðtali við VG að í Svíþjóð séu 60 svæði sem ekki sé óhætt að fara inn á (no-go-svæði). Þetta sé tóm­ur þvætt­ing­ur í rá­herr­an­um. „Ég mun með ánægju eiga fund með norsk­um starfs­systkin­um eft­ir kosn­ing­ar en ég vil ekki verða þátt­tak­andi í kosn­inga­bar­átt­unni,“ seg­ir Fritzon.

Í viðtal­inu við VG held­ur List­haug því fram að á þess­um til­teknu 60 svæðum ríki lög­leysa og glæpa­menn séu við stjórn­völ­inn. Á þess­um svæðum búi marg­ir inn­flytj­end­ur, seg­ir List­haug.

Sam­kvæmt Aft­on­bla­det á norska rík­is­stjórn­in að hafa varað rík­is­stjórn Svíþjóðar við fund­in­um með ráðherr­an­um en ekki er til­greint hverj­ar heim­ild­ir blaðsins eru fyr­ir um­mæl­un­um annað en að þær komi úr ut­an­ríks­i­ráðuneyt­inu.

Tekið er fram að rík­is­stjórn­in standi ekki á bak við heim­sókn­ina og til­gang henn­ar og beðið af­sök­un­ar á ráðherr­an­um. Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra og formaður Hægri flokks­ins, seg­ir að List­haug verði að gæta þess að það sem hún haldi fram sé í sam­ræmi við það sem yf­ir­völd á viðkom­andi stað hafa lýst.

Í dag kref­ur formaður borg­ar­ráðs Stokk­hólms, Kar­in Wann­gård, List­haug um af­sök­un­ar­beiðni á um­mæl­um og hegðun í garð Svía. Hún hafi ætlað sér að not­færa sér heim­sókn­ina til þess að dreifa lyg­um og áróðri í garð Svía og því beri henni að biðjast af­sök­un­ar.

Bæði sænska lög­regl­an og bráðaliðar hafa ít­rekað neitað því að „no-go“-svæðin séu til – það er að það séu svæði sem ekki er óhætt að fara inn á. En umræðan um svæðin hef­ur farið víða, meðal ann­ars til Íslands, eft­ir að dálka­höf­und­ur hélt þessu fram.

Einn þeirra sem hef­ur mót­mælt um­mæl­um List­haug op­in­ber­lega er Carl Bildt, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið í morg­un. 

Um­fjöll­un Af­ten­posten

Um­fjöll­un VG

Um­fjöll­un NRK

Um­fjöll­un Aft­on­bla­det

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert