Það versta er ekki afstaðið

Mörg hverfi í Houston eru á floti.
Mörg hverfi í Houston eru á floti. AFP

Greg Ab­bott, rík­is­stjóri Texas, sagði að það versta væri ekki afstaðið en hitabeltisstormurinn Harvey hefur valdið bæði manntjóni og miklu eignatjóni í ríkinu síðustu daga.

Hann sagði að það myndi halda áfram að rigna og á ákveðnum svæðum gæti áfram flætt næstu vikuna.

Greint hefur verið frá því að yfir 20 manns hafi látist og þá eru stórir hlutar Houston undir vatni. Harvey kom á land í Louisi­ana-ríki í dag. Hann vekur upp erfiðar minningar hjá íbúum ríkisins um þá gríðarlegu eyðilegg­ingu sem felli­byl­ur­inn Katr­ina hafði í för með sér fyr­ir tólf árum.

Abbott sagði að um 32.000 manns væru í sér­út­bún­um neyðar­skýl­um og kirkj­um. Lang­ur veg­ur er frá því að það sjái fyr­ir end­ann á ham­förun­um að mati banda­rískra stjórn­valda.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert