Donald Trump Bandaríkjaforseti mun styrkja fórnarlömb fellibyljarins Harvey, sem reið yfir Texas síðustu daga, um eina milljón dollara eða rúmar 105 milljónir króna. Þetta staðfesti Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á fjölmiðlafundi í dag.
„Hann vill leggja sitt af mörkum eins og við höfum séð fólk um allt land gera,“ sagði Sanders, og óskaði eftir uppástungum frá fundargestum um hjálparsamtök sem forsetinn gæti styrkt og myndu ráðstafa fénu í þágu þeirra sem fóru illa út úr hamförunum.
Eins og greint hefur verið frá hafa fjölmargar stjörnur vestanhafs lagt sitt af mörkum, þar á meðal Miley Cyrus, Kim Kardashian, Leonardo DiCaprio, Beyonce og Sandra Bullock.
Trump will donate $1 million to Harvey relief, White House says https://t.co/bQ1yujk6FX
— Meg Wagner (@megwagner) August 31, 2017