Vandamálin blásin út

Sænska lögreglan að störfum
Sænska lögreglan að störfum Lögreglan í Stokkhólmi

Ráðherra inn­flytj­enda­mála í Svíþjóð, Hé­lene Fritzon, af­lýsti fyr­ir­huguðum fundi með starfs­syst­ur sinni í Nor­egi á síðustu stundu í fyrra­dag og sakaði hana um að hafa dregið upp „óná­kvæma mynd“ af ástand­inu á svæðum þar sem inn­flytj­end­ur eru fjöl­menn­ir.

Sylvi List­haug, ráðherra inn­flytj­enda­mála og þingmaður Fram­fara­flokks­ins í Nor­egi, seg­ist hafa farið til Stokk­hólms í því skyni að kynna sér vanda­mál varðandi sam­lög­un inn­flytj­enda í sænskt sam­fé­lag í hverf­um þar sem þeir eru fjöl­menn­ir. Ráðgert var að hún ætti fund með Hé­lene Fritzon, sem varð ráðherra inn­flytj­enda­mála í stjórn Jafnaðarmanna­flokks­ins í Svíþjóð í júlí.

Fritzon kvaðst hafa ákveðið að af­lýsa fund­in­um vegna þess að hún hefði kom­ist að þeirri niður­stöðu að ferðin til Stokk­hólms væri í raun liður í póli­tísku bar­átt­unni í Nor­egi vegna þing­kosn­ing­anna þar 11. sept­em­ber. List­haug hefði notað ferðina til að draga upp óná­kvæma mynd af Svíþjóð og breiða út „þvætt­ing“ um landið. „Þetta varð ljóst til dæm­is í viðtali við VG þar sem hún hélt því meðal ann­ars fram að það væru n það er al­ger þvætt­ing­ur. Ég myndi með glöðu geði eiga fund með hinni norsku starfs­syst­ur minni eft­ir kosn­ing­arn­ar, en ég vil ekki vera hluti af kosn­inga­bar­áttu henn­ar,“ hef­ur frétta­vef­ur VG eft­ir Fritzon.

Manndráp í Svíþjóð frá 2000 til 2015.
Mann­dráp í Svíþjóð frá 2000 til 2015.

Sænski ráðherr­ann skír­skotaði til viðtals við List­haug í VG þar sem hún lýsti 60 svæðum inn­flytj­enda í Svíþjóð sem „no go-svæðum“, þar sem „lög­leysa“ ríkti og glæpa­menn réðu lög­um og lof­um. Hún gaf til kynna að ástandið á þess­um svæðum væri svo slæmt að lög­reglu­menn, bráðaliðar og slökkviliðsmenn þyrðu ekki inn á þau.

Erna Sol­berg, for­sæt­is­ráðherra og leiðtogi Hægri­flokks­ins í Nor­egi, hef­ur gagn­rýnt um­mæli List­haug. „Hún þarf að ganga úr skugga um að um­mæli henn­ar séu í sam­ræmi við það hvernig yf­ir­völd á staðnum meta ástandið,“ sagði Sol­berg. Hún skír­skotaði til þess að sænsk yf­ir­völd hafa alltaf neitað því að slík lög­leysu­svæði séu til í sænsk­um borg­um, eins og þjóðern­is­sinnaðir net­miðlar og blogg­ar­ar hafa haldið fram.

For­ystu­menn Hægri­flokks­ins í Svíþjóð hafa einnig gagn­rýnt um­mæli List­haug.

Sænsk yf­ir­völd hafa þó viður­kennt að lög­regl­an hafi á síðustu árum átt í mikl­um erfiðleik­um með glæpa­gengi í hverf­um þar sem inn­flytj­end­ur eru fjöl­menn­ir. Í skýrslu sem sænsk yf­ir­völd birtu árið 2005 kem­ur fram að inn­flytj­end­ur voru fjór­um sinn­um lík­legri til að vera grunaðir um morð en inn­fædd­ir Sví­ar og 4,5 sinn­um lík­legri til að vera grunaðir um nauðgun, á ár­un­um 1997 til 2001.

Í skýrslu sem sænska lög­regl­an birti í júní seg­ir að 61 svæði í sænsk­um borg­um sé skil­greint sem viðkvæmt svæði eða áhættu­svæði, þar af séu 23 „sér­lega viðkvæm svæði“ þar sem erfitt sé fyr­ir lög­reglu­menn að ann­ast lög­gæslu. Í sum­um fjöl­miðlum hef­ur verið full­yrt að í skýrsl­unni segi að „lög­leysa“ ríki nán­ast á þess­um 23 hættu­svæðum, en það er ekki rétt. Þar kem­ur m.a. fram að lík­urn­ar á árás­um glæpa­manna á lög­reglu­menn hafi auk­ist en full­yrðing­ar um að lög­regl­an telji að „lög­leysa“ ríki þar eru ýkj­ur.

Sænska lögreglan við eftirlit
Sænska lög­regl­an við eft­ir­lit AFP

Lög­regl­an seg­ir að nauðsyn­legt sé að fjölga lög­reglu­mönn­um á þess­um svæðum í bar­átt­unni gegn fíkni­efna­sölu og vopnuðum glæpa­gengj­um. Stef­an Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, hef­ur því ákveðið að auka fjár­fram­lög­in til lög­regl­unn­ar um 7,1 millj­arð sænskra króna, jafn­v­irði 95 millj­arða ís­lenskra, á næstu þrem­ur árum. Hann sagði þetta nauðsyn­legt til að auka ör­yggi íbú­anna vegna tíðra skotárása glæpa­gengja. Sænsk yf­ir­völd hafa þó neitað því að að lög­reglu­menn hafi fengið fyr­ir­mæli um að fara ekki inn á svæðin þar sem ástandið er verst, eins og þjóðern­is­sinn­ar hafa haldið fram.

 Morðum hef­ur fækkað frá 1990

Mik­il fjölg­un inn­flytj­enda á síðustu ára­tug­um hef­ur valdið veru­leg­um vanda­mál­um í Svíþjóð. Í a.m.k. þrjá ára­tugi hef­ur verið varað við hætt­um sem fylgja því þegar mik­ill fjöldi inn­flytj­enda ein­angr­ast í ein­stök­um hverf­um og sam­lag­ast ekki sænska sam­fé­lag­inu. Talið er að um 300 sænsk­ir rík­is­borg­ar­ar hafi farið til Sýr­lands eða Íraks til að ganga til liðs við sam­tök­in sem kalla sig Ríki íslams og sænska ör­ygg­is­lög­regl­an tel­ur að 150 þeirra hafi snúið aft­ur til Svíþjóðar. Ótt­ast er að þeir fremji mann­skæð hryðju­verk.

Ástandið er þó ekki eins slæmt og sum­ir þjóðern­is­sinnaðir fréttamiðlar og blogg­ar­ar hafa haldið fram. Þeir hafa hamrað á því að fjölg­un flótta­manna frá Miðaust­ur­lönd­um á síðustu árum hafi leitt til hrinu glæpa og orðið til þess að Svíþjóð hafi breyst úr friðsömu sam­fé­lagi í land skotárása, morða, nauðgana og ótta. Töl­ur frá sænsk­um yf­ir­völd­um um of­beld­is­glæp­ina benda til þess að þetta séu ýkj­ur. Til að mynda hef­ur morðum fækkað í Svíþjóð frá ár­inu 1990 þrátt fyr­ir mikla fjölg­un inn­flytj­enda síðan þá.

Að sögn glæpa­varna­stofn­un­ar Svíþjóðar (Brå) létu 106 manns lífið af völd­um of­beld­is í Svíþjóð á síðasta ári, sex færri en árið 2015. Staðfest dauðsföll af völd­um of­beld­is hafa verið frá 68 til 112 á síðustu tíu árum og frá ár­inu 2002 hafa dauðsföll­in verið 92 að meðaltali á ári, að sögn stofn­un­ar­inn­ar. Brå seg­ir að mann­dráp­um hafi fækkað í Svíþjóð frá ár­inu 1990, en hafa þarf í huga að morðunum hef­ur fækkað meira í mörg­um öðrum lönd­um Vest­ur-Evr­ópu á þess­um tíma.

Þjóðern­is­sinnaðir fréttamiðlar og blogg­ar­ar hafa kjamsað á frétt­um um að Svíþjóð sé í næ­stefsta sæti á lista yfir lönd þar sem nauðgan­ir séu al­geng­ast­ar miðað við mann­fjölda. Sagt er að Lesótó sé eina landið þar sem nauðgan­ir séu al­geng­ari. Stagl­ast er á þessu þótt bent hafi verið á að frétt­irn­ar byggj­ast á alþjóðleg­um sam­an­b­urðartöl­um sem eru mark­laus­ar, m.a. vegna þess að skil­grein­ing­ar á nauðgun­um eru mis­mun­andi eft­ir lönd­um og í sum­um lönd­um byggj­ast töl­urn­ar á fjölda þeirra sem kæra nauðgun en í öðrum á fjölda kærðra nauðgana. Blogg­ar­arn­ir virða þess­ar ábend­ing­ar að vett­ugi, eins og töl­ur um fjölda mann­drápa, vegna þess að það hent­ar ekki málstað þjóðern­is­sinna og sam­ræm­ist ekki póli­tísk­um rétt­trúnaði þeirra.

Hætt­an ýkt

 Sænski blaðamaður­inn Lars Åberg hef­ur skrifað bók um fé­lags­legu vanda­mál­in í hverf­um inn­flytj­enda í Mal­mö og tel­ur að Sylvi List­haug hafi notað orð sem gefi ekki rétta mynd af ástand­inu. Åberg seg­ir að rétt sé að lög­reglu-, slökkviliðs- og sjúkra­bíl­ar hafi orðið fyr­ir grjót­kasti og öðrum árás­um á sum­um svæðum. Það sé stórt og al­var­legt vanda­mál sem mikið sé rætt í Svíþjóð. Hann tel­ur hins veg­ar rangt að tala um „no go-svæði“ sem lög­regl­an eða bráðaliðar þori ekki að fara inn á.
Sænska lögreglan að störfum í Malmö.
Sænska lög­regl­an að störf­um í Mal­mö. AFP
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert