Game of Thrones laðar að Kínverja

Þættirnir Game of Thrones hafa meðal annars verið teknir upp …
Þættirnir Game of Thrones hafa meðal annars verið teknir upp hér á landi.

Kínverskar ferðaskrifstofur segja að ferðamenn ferðist í stórauknum mæli á staði sem hingað til hafa ekki verið á lista yfir vinsælustu áfangastaðina, þar á meðal til Norður-Írlands, Króatíu og Íslands.

Fjölmiðillinn Sputnik China greinir frá því að þróunin tengist áhuga Kínverja á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem hafa verið teknir upp í þessum löndum, að því er kom fram hjá Sputniknews

Fjöldi Íslandsferða aukist um 148%

Sem dæmi má nefna að samkvæmt kínversku ferðaskrifstofunni Ctrip jókst fjöldi ferðamanna frá Kína, sem bókuðu ferð til Króatíu fyrri helming þessa árs, um 300 prósent miðað við á sama tíma í fyrra. Fjöldi ferða til Íslands hefur jafnframt aukist um 148 prósent.

Að sögn Sputnik China er meirihluti þessara ferðamanna ungt fólk fætt eftir 1980.

Sams konar óvænt fjölgun ferðamanna frá Kína varð eftir vinsældir kínversku gamanmyndarinnar Lost in Thailand sem kom út 2012. Fjöldi ferðamanna ferðaðist þá til Taílands og voru Kínverjar flestir allra ferðamanna í landinu árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka