Eldur kviknaði og þykkan svartan reyk lagði upp frá efnaverksmiðju skammt fyrir utan Houston fyrr í kvöld. Verksmiðjan hefur lent í miklum vandræðum vegna fellibyljarins Harvey.
Eldurinn kom upp í geymi vegna vandræða með kælibúnað verksmiðjunnar eftir úrhellið sem fylgdi fellibylnum Harvey. Nauðsynlegt er að halda efnablöndum kældum í verksmiðjunni og þess vegna er útilokað að koma í veg fyrir að það kvikni í verksmiðjunni.
Myndskeið frá sjónvarpsstöðvum vestanhafs sýnir þykkan svartan reyk leggja upp frá verksmiðjunni nú í kvöld.
„Þetta er það sem við bjuggumst við að myndi gerast,“ sagði starfsmaður verksmiðjunnar í samtali við AFP-fréttastofuna.
„Nú þegar hefur verið gripið til aðgerða en svæðið hefur verið rýmt,“ bætti starfsmaðurinn við.
Í gærmorgun var ákveðið að rýma svæði innan þriggja kílómetra radíuss frá verksmiðjunni.
Brock Long, yfirmaður almannavarnastofnunar Bandaríkjanna, FEMA, sagði þá að reykurinn úr efnaverksmiðjunni í Houston væri „ótrúlega hættulegur“.
"Firefighters are not going in there," @krisvancleave says of major fire at Arkema plant. "It is too dangerous." https://t.co/Okz2bwUl4f pic.twitter.com/vPhQ1KrhZx
— CBS News (@CBSNews) September 1, 2017