Trump í Houston

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn til Houston í Texas þar sem hann ræðir við fórnarlömb flóðanna í kjölfar fellibyljarins Harvey. 47 eru látnir af völdum náttúruhamfaranna í ríkinu en vika er síðan fellibylurinn gekk á land.

Heldur er farið að sjatna vatnið á einhverjum svæðum en 43 þúsund manns hafast við í neyðarskýlum. Trump hefur beðið þingið um að samþykkja 7,9 milljarða Bandaríkjadala neyðaraðstoð. Fjárhæðinni er ætlað að veita íbúum Texas og Lousiana aðstoð. 

Ríkisstjóri Texas, Greg Abbott, segir að ríkið þurfi á yfir 125 milljarða dala aðstoð að halda. Forsetafrúin, Melania Trump, er einnig með í för en hjónin ætla síðan að ræða við íbúa borgarinnar Lake Charles í Louisiana síðar í dag. Forsetinn hefur lýst sunnudaginn sem þjóðardag bænarinnar og eru landsmenn hvattir til þess að biðja fyrir fórnarlömbum fellibyljarins.

Donald Trump og Melania Trump.
Donald Trump og Melania Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert