Íbúar snúa heim eftir efnaverksmiðjubrunann

Sjálfboðaliðar dreifa mat, vatni og gæludýrafóðri til fórnarlamba flóðanna sem …
Sjálfboðaliðar dreifa mat, vatni og gæludýrafóðri til fórnarlamba flóðanna sem fylgdu í kjölfar Harveys. AFP

Búið er að slökkva eld sem kom upp í Arkema efnaverksmiðjunni í Crosby í Texas í síðustu viku í miklum flóðum sem fylgdu í kjölfar fellibyljarins Harvey.

AFP-fréttastofan segir yfirvöld í Texas nú hafa aflétt tilskipun um brottflutning frá svæðinu og að fólki sé nú óhætt að snúa aftur. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum efnaverksmiðjunnar segir að kveikt hafi verið í gær í þeim efnageymum sem enn voru á svæðinu og að þeir séu nú líka brunnir til kaldra kona.

Reykur liðast frá Arkema efnaverkskmiðjunni, sem kviknaði í er kælikerfi …
Reykur liðast frá Arkema efnaverkskmiðjunni, sem kviknaði í er kælikerfi gaf sig í flóðunum. AFP

„Slökkvilið Crosby og samræmd stjórnstöð hafa úrskurðað öruggt fyrir íbúa að snúa aftur til heimila sinna,“ sagði í yfirlýsingu Arkema, en íbúum á svæði í allt að 2,4 km fjarlægt var gert að yfirgefa heimil sitt.

Sprengingar urðu er eldur kom upp í geymslueiningum verksmiðjunnar á fimmtudag eftir að kælikerfi verksmiðjunnar varð rafmagnslaust í flóðunum. En geymarnir innihéldu afar eldfim bleikiefni. Flestir íbúar í nágrenninu voru þá þegar búnir að yfirgefa heimili sín vegna Harveys.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka