Ein stærstu glæpasamtök Kólumbíu sem dreifa fíkniefnum eru reiðubúin að gefa sig fram við stjórnvöld. Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, greindi frá þessu í dag. Ríkisstjórnin átti fund með leiðtoga Gulf-glæpasamtakanna á sunnudaginn síðastliðinn þar sem hann greindi frá því að „hann væri tilbúinn að gefa sig fram ásamt öllum sínum liðsmönnum.“
Liðsmenn Gulf-glæpasamtakanna eru um 1.800 en hefur fækkað talsvert undanfarið. Í síðustu viku var annar hæstráðandi í glæpasamtökunum tekinn af lífi í aðgerðum yfirvalda.
Dómsmálaráðherra og ríkislögmaður landsins munu meta tilboðið og næstu skref verða tekin í samræmi við það. Tilkynningin barst á sama tíma og heimsókn Frans páfa til Kólumbíu.
Fyrir skömmu náðu kólumbísk yfirvöld samningi um vopnahlé þjóðfrelsisherinn ELN sem eru önnur stærstu samtök uppreisnarmanna í Kólumbíu.
Í desember síðastliðnum náðist sögulegt samkomulag kólumbískra stjórnvalda og skæruliðasamtakanna FARC, sem hafa stýrt kókaræktun landsins og hagnast gríðarlega, þegar kólumbíska þingið samþykkt friðarsamning sem stjórnvöld gerðu við skæruliðasamtökin FARC um að binda endi á fimm áratuga átök sem hafa kostað 260.000 manns lífið.