Fellibylurinn Irma, sem mun skella á Leeward-eyjaklasanum, austan við Púertó Ríkó, seint í dag eða á morgun, hefur nú þegar náð fimmta stigi og er flokkaður sem afar hættulegur.
Frétt mbl.is: Búa sig undir komu fellibyljarins Irmu
Til samanburðar má nefna að fellibylurinn Harvey sem olli miklu tjóni í Texas og Louisiana náði styrkleika fjögur.
Fellibyljastofnun Bandaríkjanna, National Hurricane Center (NHC), biðlar nú til stjórnvalda og almennings á hættusvæðinu að hraða öllum undirbúningi áður en Irma lætur til sín taka.
Fellibylurinn er nú staðsettur um 440 km austur af eyjunni Antigua í Karabíska hafinu og hefur mest náð 280 km/klst.
Búist er við að Irma muni fyrst koma að landi við St. Martin og Antigua, sem eru í norðurhluta Leeward-eyjaklasans. Þaðan mun Irma svo halda áfram til Haítí og Flórída.
Hér er hægt að fylgjast með ferðum Irmu.