Kona frá Miami sem byrjaði að fá hríðir snemma í dag var leiðbeint í gegnum fæðinguna af starfsmanni neyðarlínunnar vegna þess að sjúkraflutningamenn komust ekki til hennar í tæka tíð vegna fellibylsins Irmu.
Hún var einnig ein á báti eftir að barnið kom í heiminn og þurfti því að sjá um fylgjuna og naflastrenginn sjálf.
„Hún er í góðu jafnvægi heima hjá sér. Við höfðum samband við aðstoðarlækni hérna og töluðum við hana,“ sagði Eloy Garcia, aðstoðarslökkviliðsstjóri við Miami Herald.
Konan og barnið hennar voru síðar flutt á sjúkrahús af sjúkraflutningamönnum.
.@CityofMiamiFire couldn't respond to woman in labor in Little Haiti. @JacksonHealth docs talked her through birth at home - it's a girl!
— City of Miami (@CityofMiami) September 10, 2017