Kostnaður vegna Harvey 300 milljarðar

Maður á gangi í Orange í Texas eftir að Harvery …
Maður á gangi í Orange í Texas eftir að Harvery gekk þar yfir. AFP

Kostnaður tryggingafélaga af völdum fellibylsins Harvey, sem gerði mikinn usla í bandarísku ríkjunum Texas og Louisiana í síðasta mánuði, gæti numið 25 til 30 milljörðum dala, eða um 260 til 300 milljörðum króna.

Þetta sagði þýska endurtryggingafyrirtækið Munich Re.

„Þetta er stór tala. Kostnaðurinn gæti aukist eitthvað en ekki mikið,“ sagði Torsten Jeworrek, stjórnarmaður í fyrirtækinu á ráðstefnu í Mónakó.

Donald Trump Bandaríkjaforseti bað þingið fyrr í mánuðinum um að samþykkja 7,9 millj­arða ­dala neyðaraðstoð vegna eyðileggingarinnar af völdum Harvey en ríkisstjóri Texas sagði að ríkið þurfi á yfir 125 millj­arða dala aðstoð að halda.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka