Þrír hafa látist í Flórída af völdum fellibylsins Irmu sem gengur nú yfir ríkið. Lögreglan á Flórída greindi frá þessu.
Allar manneskjurnar létust í bílslysum, þar af tvær í árekstri tveggja bíla í Hardee-sýslu, austur af borginni Sarasota.
Julie Bridges, 42 ára lögreglukona, var önnur þeirra sem lést í árekstrinum.
„Hún hafði unnið í neyðarathvarfi í alla nótt og var á leið heim til að sækja meiri vistir“ þegar áreksturinn varð, sagði lögreglustjórinn Arnold Lanier.
Ökumaður hinnar bifreiðarinnar lést einnig.
Hitt banaslysið varð þegar maður lést skammt frá eyjunni Key West þegar vöruflutningabíll hans ók á tré.
Fjórar manneskjur hafa jafnramt fundist látnar af völdum Irmu á hollensku eyjunni Saint Martin í Karíbahafi.
Áður hafði verið greint frá því að tveir hafi látist á eyjunni vegna Irmu. Þar með létust að minnsta kosti 27 lífið þegar Irma fór yfir eyjarnar í Karíbahafi.
Búið var að fyrirskipa um 6,3 milljónum íbúa, um fjórðungi alls íbúafjölda Flórída, að yfirgefa heimili sín enda aðstæður lífshættulegar.
Miami-Dade Police: We cannot respond to calls, stay indoors; @GriffJenkins reports from Naples, Florida. #HurricaneIrma pic.twitter.com/xBGAJKJHjh
— Fox News (@FoxNews) September 10, 2017
Somebody's roof landed in our driveway, power pole leaning #Irma #BigPineKey water has gone down 3 feet **need permission to use. pic.twitter.com/h1wQKsJgwB
— Jim Edds (@ExtremeStorms) September 10, 2017