Stjórnmálafræðingar í Noregi óttast að dræma þátttöku kjósenda í þingkosningunum sem fara fram í landinu í dag. Greint hefur verið frá því að búast megi við að úrslit verði kunngjörð seinna en vanalega, m.a. vegna þess að öll utankjörfundaratkvæði verða talin handvirkt til að tryggja að niðurstöður kosningaúrslitanna séu hafnar yfir allan vafa. Þá er öryggisgæsla í tengslum við þingkosningarnar meiri en Norðmenn eiga að venjast.
Stjórnmálafræðingarnir Toril Aalberg og Svein Tore Martinsen búast ekki við að kosningaþátttaka verði mikil, jafnvel þó að í kringum ein milljón kjósenda sé þegar búin að greiða atkvæði utankjörfundar að því er norska ríkisútvarpið NRK greinir frá.
Kosningaþátttaka í fyrir þingkosningum hefur verið um 78,2% og þó að fleiri hafi kosið utan kjörfundar í ár en vanalega telur Aalberg það ekki vísbendingu um að fleiri muni kjósa að þessu sinni.
„Ég held að það þýði fyrst og fremst að það hafi margir áttað sig á því að það er auðvelt að kjósa fyrirfram,“ segir Aalberg.
Þvert á móti óttist hún dræma þátttöku. „Mér hefur fundist of mikil áhersla á hinn pólitíska leik og ég óttast að það leiði til þess að fleiri kjósendur séu óákveðnir.“ Hún segir það engu breyta um skoðun sína að skoðanakannanir bendi til þess að mjög lítill munur sé á fylgi Hægri flokksins og Verkamannaflokksins og því ætti fólk að upplifa að hvert einasta athygli skipti máli.
Martinsen segir hina óákveðnu gjarnan ákveða sig seint. Í dag eru þeir fleiri sem eru ekki bundnir neinum einum flokki,“ segir hann og kveðst einnig þeirrar skoðunar að þátttaka verði dræm.