Engin loftræsting var á hjúkrunarheimlinu

Eyðileggingin er mikil í Florida.
Eyðileggingin er mikil í Florida. AFP

Fimm létust á hjúkrunarheimili í Florida eftir að rafmagnslaust varð þegar fellibylurinn Irma gekk yfir landið. Þrír þeirra fundust látnir á hjúkrunarheimilinu í Hollywood-hæðum og tveir til viðbótar létust eftir að þeir komust á sjúkrahús. Engin loftræsting var í húsinu. BBC greinir frá. 

Lögreglan hafði flutt 115 sjúklinga af heimilinu á miðvikudaginn síðastliðinn.   

Um 10 milljónir manna er enn án rafmangs í ríkjunum Flórída, Georgíu og Karólínu eftir fellibylinn Irmu sem gekk yfir svæðið á sunnudaginn.   

Lögreglan kannar nú ástandið á 42 hjúkrunarheimilum víðs vegar í Flórída. Rafmangsleysið hefur áhrif víða. Íbúar á hjúkrunarheimilum sem þurfa að nota lyftu geta til dæmis ekki komist milli staða og loftræstikerfið er ekki virkt svo fátt eitt sé nefnt.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert