84 farast í sjálfsvígsárás í Írak

Vettvangur árásarinnar íNasiriyah. on September 14, 2017. Bíll hlaðinn sprengiefnum …
Vettvangur árásarinnar íNasiriyah. on September 14, 2017. Bíll hlaðinn sprengiefnum var notaður við aðra sjálfsvígsárásina. AFP

Rúmlega 80 manns létust í sjálfsvígsárás á landamærastöð og veitingastaði í nágrenni við írösku borgina Nasiriyah í gær. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem kostaði 84 lífið, þar af eru sjö Íranar, en staðurinn er vinsæll meðal pílagríma úr röðum múslima. 93 til viðbótar særðust í árásinni.

Héraðsstjórinn Yahya al-Nassiri sagði yfirmann öryggislögreglu í héraðinu hafa verið rekinn og að innanríkisráðuneytið hafi hvatt til þess að hann sæti rannsókn að því er Guardian greinir frá.

Árásin hófst með skotárás við landamærastöðina og veitingastaði við aðalgötuna sem liggur milli héraðsins og Baghdad. Tvær sjálfsvígsárásir voru því næst gerðar og var bíll hlaðinn sprengiefnum notaður við aðra þeirra.

Trúarleiðtogi Sía múslima í héraðinu hvatti stjórnvöld til að axla ábyrgð og verja almenna borgara fyrir hryðjuverkaárásum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert