May snuprar Trump

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, snupraði forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, nú síðdegis fyrir ummæli sem hann lét falla á Twitter fyrr í dag. Þar hélt hann því fram að lögreglan í London hafi vitað af þeim sem bera ábyrgð á sprengjutilræðinu í neðanjarðarlestarkerfi London í morgun.

May gat ekki leynt pirringi sínum á ummælum Trumps þegar hún ræddi við fjölmiðla um árásina á Parsons Green lestarstöðinni en 22 slösuðust í árásinni. 

„„„Ég held að það sé aldrei gagnlegt fyrir nokkra manneskju að geta sér til um hvað hafi gerst þegar rannsókn er í fullum gangi,“ segir May..

Eftir að May lét ummælin falla í beinni útsendingu breskra fjölmiðla sagði Trump við blaðamenn vestanhafs að hann ætlaði sér að hringja í forsætisráðherra Bretlands.  

Lögreglan í London segir að ummæli forsetans séu getgátur einnar og komi sér ekki vel. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert