Breska lögreglan leitar að vitorðsmönnum

AFP

Breska lögreglan útilokar ekki að fleiri en einn einstaklingur hafi staðið á bak við hryðjuverkaárásina á Parsons lestarstöðinni í vesturhluta London í gær. AFP-fréttastofan greinir frá.

Fyrr í dag handtók lög­regl­an í Kent 18 ára karlmann í tengsl­um árásina. Maður­inn var hand­tek­inn á hafn­ar­svæði borg­ar­inn­ar Do­ver í morg­un. Hann er nú í haldi á lög­reglu­stöð á svæðinu, en ekki hafa verið gefnar frekar upplýsingar um manninn. Þá rýmdi lögregla húsnæði í Sunbury hverfinu í London í dag og girti af um 100 metra svæði í kringum húsið.

Viðbúnaðarstig var hækkaði í Bretlandi í gær í kjölfar árásárinnar og er nú á hæsta stigi, sem þýðir að búist er við annarri hryðjuverkaárás.

Að minnsta kosti 30 manns slösuðust í árásinni, en flestir þeirra hlutu brunasár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka