Breska lögreglan hefur handtekið annan mann í tengslum við hryðjuverkaárásina á Parsons-lestarstöðinni í vesturhluta London á föstudag. Maðurinn er 21 árs og var handtekinn seint á laugardagskvöld í Hounslow í vesturhluta borgarinnar, samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar.
Í tilkynningu frá lögreglunni segist hún þó halda leit sinni áfram að fleiri hugsanlegum vitorðsmönnum.
Í gær handtók lögreglan í Kent 18 ára karlmann í tengslum árásina. Maðurinn var handtekinn á hafnarsvæði borgarinnar Dover í gærmorgun, en ekki hafa verið gefnar út frekari upplýsingar um hann.
Viðbúnaðarstig var hækkað í Bretlandi á föstudag í kjölfar árásárinnar og er nú á hæsta stigi, sem þýðir að búist er við annarri hryðjuverkaárás.
Að minnsta kosti 30 manns slösuðust í árásinni, en flestir þeirra hlutu brunasár.