Viðbúnaðarstigið lækkað í Bretlandi

Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands.
Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands. AFP

Bretar hafa lækkað viðbúnaðarstig sitt úr því efsta yfir í næstefsta. Viðbúnaðarstig var hækkað eftir sprengjuárásina á lestarkerfi Lundúna á föstudaginn en 30 manns særðust í árásinni.

Amber Rudd, innanríkisráðherra Bretlands, greindi frá tíðindunum í sjónvarpsútsendingu rétt í þessu en hún segir að hryðjuverkadeild lögreglu hafi lagt til að viðbúnaðarstigið yrði lækkað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert