Mikill viðbúnaður í Lundúnum

Breska lögreglan
Breska lögreglan Wikipedia

Þungvopnaðir lögreglumenn og fjölmargir lögreglubílar blöstu við íbúum Lundúna á leið til vinnu sinnar í morgun. Eftirlit hefur verið aukið eftir sprengju­árás­ á lest­ar­kerfi Lund­úna á föstu­dag­inn síðastliðinn þegar 30 manns særðust í árás­inni. CNN greinir frá. 

Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við hryðjuverkið. 

„Bæði af varúðarástæðum og hagnýtum ástæðum höfum við ákveðið að auka löggæsluna og gera hana sýnilegri í upphafi þessarar viku. Almenningur mun bæði sjá vopnaða lögreglumenn sem og óvopnaða,“ segir Mark Rowley, aðstoðarlögreglustjóri bresku lögreglunnar. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert