Maria komin til Púertó Ríkó

Borgin Fajardo í Púertó Ríkó.
Borgin Fajardo í Púertó Ríkó. AFP

Fellibylurinn Maria er kominn til Púertó Ríkó og mælist vindhraði hans 250 kílómetrar á klukkustund.

Um er að ræða fjögurra stigs fellibyl og gekk  hann á land skammt frá Yabucoa á suðausturströnd Púertó Ríkó um klukkan 10.15 í morgun.

Ríkisstjóri Púertó Ríkó hefur hvatt íbúa landsins, sem eru 3,5 milljónir, til að leita skjóls.

Bylurinn hafði áður gengið á land í St Croix á bandarísku Jómfrúnareyjunum. 

Maria er annar fellibylurinn af þessari stærðargráðu sem gengur yfir Karíbahafið á stuttum tíma. Hinn bylurinn, Irma, náði fimm að styrkleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert