Allt rafmagnslaust á Púertó Ríkó

Rafmagnslaust á Púertó Ríkó.
Rafmagnslaust á Púertó Ríkó. AFP

Fellibylurinn María hefur slegið út öllu rafmagni á eyjunni Púertó Ríkó eins og hún leggur sig en þar búa alls 3,5 milljónir manna. Um er að ræða fjórða stigs felli­byl og gekk hann á land skammt frá Ya­bucoa á suðaust­ur­strönd Pú­er­tó Ríkó um klukk­an 10.15 í morg­un.

Abner Gómez, yfirmaður viðbragðsmála vegna hamfara, segir fellibylinn hafa lagt allt í rúst sem á vegi hans varð. Engir viðskiptavinir opinberu raforkuveitu landsins njóti nú rafmagns. „Upplýsingarnar eru ekki hughreystandi,“ sagði hann í yfirlýsingu og hvetur íbúa til að halda kyrru fyrir á heimilum sínum.

Áður hafði rík­is­stjóri Pú­er­tó Ríkó hvatt íbúa til að leita skjóls og kallaði eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi vegna hamfara í landinu í kjölfar mikilla flóða og sterkra vinda sem María hafði í för með sér.

Taldi hann augljóst að fellibylurinn hefði í för með sér mikla eyðileggingu en 500 athvörf hafa verið sett á laggirnar þar sem fólk getur leitað skjóls.

Þá eru þegar sjö látnir af völdum óveðurs á eyjunni Dóminíku. Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert